nav-trigger
navigateupTil baka

Hafa samband

Við látum heyra frá okkur samdægurs alla virka daga milli kl. 9:00 - 17:00.

Spurt og svarað

Hvað er Aur appið?

Aur appið er einföld og fljótleg leið til að millifæra peninga út af debet- eða kreditkorti inn á bankareikning. Þú þarft eingöngu að vita símanúmer viðtakanda til að borga, rukka eða skipta kostnaði.

Hvernig verð ég Aur notandi?

Það geta allir sem eiga iPhone og Android snjallsíma sótt Aur appið. Þú sækir appið í App Store fyrir iPhone og Google Play fyrir Android. Þú þarft að vera skráð/ur fyrir íslensku farsímanúmeri, debet- eða kreditkorti og bankareikningi.

Hvað kostar að nota Aur?

Það kostar ekkert að sækja Aur appið. Aur tekur ekki gjald fyrir að millifæra peninga út af debetkorti en kreditkort fylgir verðskrá Aurs. Það kostar ekkert að móttaka peninga inn á bankareikning í gegnum Aur appið.

Hversu öruggt er Aur appið?

Aur er ekki fjármálastofnun heldur eingöngu milligönguaðili á grundvelli þess viðmóts sem Aur appið er. Aur fylgir íslenskum lögum um meðferð persónuupplýsinga og ítrasta öryggis er gætt í meðferð þeirra. Upplýsingar um öryggisstefnu og meðferð persónuupplýsinga má finna í skilmálum Aurs appsins. Gættu þess að Aur PIN númerið þitt komist ekki í hendur óviðkomandi. Ekki hafa númerið inn í Aur appið það sama og læsingin inn í símann þinn. Gott er að skipta reglulega um PIN númer undir stillingar í appinu.

Hvað geri ég ef ég vil fá lagt inn á annan bankareikning?

Þú getur breytt um bankareikning undir stillingar í Aur appinu.

Hvað geri ég ef ég vil nota annað debet- eða kreditkort?

Þú getur breytt um kortaupplýsingar undir stillingar í Aur appinu. Ath. nýju debetkort bankanna eru merkt VISA eða MasterCard en eru í raun hefðbundin debetkort. Aur tekur ekki gjald fyrir að millifæra peninga út af debetkorti en kreditkort fylgir verðskrá Aurs.

Hvað geri ég ef ég hef skipt um símanúmer?

Þú þarft að hafa samband við þjónustuver Aurs hér á síðunni og gefa upp númer sem við getum náð í þig. Í kjölfarið mun starfsmaður Aurs hafa samband við þig og uppfæra símanúmerið þitt í appinu.

Hvað geri ég ef ég hef gleymt PIN númerinu mínu?

Ef þú hefur gleymt PIN númerinu þínu þarftu að smella á spurningamerkið á upphafsskjánum í appinu. Þar smellir þú á hnappinn Gleymt PIN? og svo Nýtt PIN. Í kjölfarið ferðu aftur í gegnum nýskráningu, slærð inn korta- og bankaupplýsingar og velur þér nýtt PIN númer. Öll færslusaga þín helst óbreytt. Ath! Ef þú ert ekki með nýjustu útgáfu af appinu þarftu að uppfæra appið í App Store í iPhone eða Google Play í Android.

Hvað gerist ef sá sem ég borga eða rukka er ekki með Aur appið?

Ef þú borgar eða rukkar tengilið sem er ekki með Aur appið fær viðkomandi SMS tilkynningu um að sækja appið og taka það í notkun innan þriggja daga. Ef hann gerir það ekki er þér endurgreitt að 3 sólarhringum liðnum inn á bankareikninginn þinn sem er skráður í Aur appinu.

Hvað gerist ef ég borga röngum tengilið?

Vertu viss um að borga réttum tengilið því ekki er hægt að afturkalla greiðslur sem hafa verið staðfestar.

Hvað getur valdið því að ég sjái ekki Aur millifærslu á bankayfirliti mínu?

Aur appið er opið allan sólarhringinn og birtast allar færslur strax í færslulista appsins. Ef þú borgar tengilið eftir kl. 21:00 þá fær viðtakandinn peninginn strax en upphæðin kemur ekki fram á bankayfirliti fyrr en næsta virka dag.

Hvernig birtast Aur færslur á færslu-, banka- og kortayfirlitinu mínu?

Í færslulistanum í Aur appinu getur þú skoðað yfirlit yfir allt sem þú hefur borgað, rukkað og/eða fengið greitt. Þú getur einnig skoðað korta- og bankayfirlitið þitt en þar birtist notkun á appinu merkt Aur app ehf.

Hvað geri ég ef ég hef glatað/týnt símanum mínum?

Ef þú hefur týnt/glatað símanum mælum við með því að þú lokir fyrir aðgang þinn að appinu. Þú lokar fyrir aðganginn hér. Ef þú vilt taka appið aftur í notkun ferð þú aftur í gegnum nýskráningarferlið. Ef þú gerir þetta innan 30 daga þú munu allar færslur þínar birtast undir færslulistanum. Eftir 30 daga verður allri sögu símanúmersins eytt.

Get ég notað Aur í útlöndum?

Já, þú getur notað Aur í útlöndum og það virkar að öllu leyti eins og á Íslandi. Aur er fyrir íslensk farsímanúmer og því ekki hægt að millifæra yfir á tengiliði með erlend farsímanúmer.

Hætta með Aur

Ef þú hefur glatað símanum þínum og/eða hefur grun um óeðlilega notkun þá mælum við með því að þú lokir fyrir aðganginn þinn. Það er síðan ekkert mál að sækja appið aftur og taka það í notkun.