Greiðsla samþykkt með auðkenningu? 

Ef greiðsla með korti er samþykkt með auðkenningu (rafrænu skilríki, lífkenni, PIN eða með öðrum hætti) þá er færslan heimuluð og ekki hægt að fá hana endurgreidda hjá Aur. Þetta á við ef borgað er í posa, á netinu eða í snjallsíma- og snjallúri. 

Ef þú tekur eftir óeðlilegri notkun á Aur kortinu þínu skaltu loka kortinu samstundis og kæra háttsemina til lögreglu. Það er hægt að loka korti í Aur appinu.

Ef þú kannast ekki við færslu er mikilvægt að frysta kortið þitt í Aur appinu áður en endurkröfuferlið er sett af stað. Utan opnunartíma bankans má hringja í vaktþjónustu Visa í síma 525 2200. 

 

Skrítin kortafærsla 

Ef þú kannast ekki við færsluna en vilt gera athugasemd er mikilvægt að byrja á því að hafa samband við söluaðila og tilkynna það sem fyrst. Ef söluaðili getur ekki lagfært færsluna er hægt að setja endurkröfuferlið af stað. 

Endurkröfuferlið tekur mið af að hámarki 35 færslum sem ekki eru eldri en 120 daga gamlar. Til þess að óska eftir endurkröfu fyllir þú út þetta skjal og sendir á aur@aur. Athugaðu að þú þarft fyrst að heyra í söluaðilanum áður en þú fyllir út skjalið og sendir. Til þess að minnka hættuna á að mál tefjist um of eða falli jafnvel niður þarf að tryggja að öll gögn sem styðja athugasemd við færslu fylgi umsókninni þá er verið að tala um kvittanir, afrit og annað sem gæti skipt máli.  

 

Algengar endurkröfur

Hótel og bílaleigubílar  

Hafðu samband við flugrekstraraðila, ferðaskrifstofur eða skipafélag vegna endurgreiðslna eða breytinga á ferðadagsetningum. Söluaðili þarf að bjóða endurgreiðslu, inneign, inneignarnótu, breytingu á dagsetningu eða annan sanngjarnan valkost sem samræmist kaupskilmálum í stað þeirrar þjónustu sem þú færð ekki.  Þú átt endurkröfurétt ef söluaðilinn býður ekkert af þessu. 

Flug eða skemmtisigling  

Endurkröfuréttur er ekki fyrir hendi ef sölu- eða þjónustuaðilinn er fær um að veita þjónustuna.  

Ef ferðabann kemur í veg fyrir ferð til ákveðinna landa, gætir þú átt kröfu undir forfallatryggingu tryggingafélaga. Það sama á við um hótel og bílaleigubíla. Áður en þú leggur inn kröfu hjá tryggingafélagi þarft þú að skoða vel hvort þjónustan eigi að vera veitt á þeim degi sem bannið er í gildi og hvort þú getir fengið endurgreiðslu frá söluaðilanum.   

Flugfélög birta almennt greinagóðar upplýsingar um endurgreiðslu vegna flugs á heimasíðum sínum og oft er hægt að breyta flugdagsetningum í gegnum vefsíðu þeirra. 

 

Önnur skipulögð dagskrá  

Hafðu samband við söluaðilann og reyndu að leysa málið á sem farsælastan hátt. Þú þarft að afpanta miða ef það er mögulegt án endurgjalds, breyta dagsetningu eða fá endurgreitt frá söluaðila ef hægt er.  

Ef söluaðili verður að aflýsa viðburði að kröfu yfirvalda og söluaðili býður þér endurgreiðslu, inneign, inneignarnótu, breytingu á dagsetningu eða annan sanngjarnan valkost sem samræmist kaupskilmálum í stað þeirrar þjónustu sem þú færð ekki, en þú ákveður að þú viljir ekki þiggja boð söluaðila um annan valkost (t.d. ef söluaðili ákveður að færa viðburðinn á aðra dagsetningu og bjóða þér á þann viðburð, en þú kemst ekki) átt þú ekki endurkröfurétt.  

Ef aðgerðir yfirvalda koma í veg fyrir að söluaðili geti veitt þjónustuna ættir þú að reyna að leysa málið með söluaðilanum. Hér getur verið um að ræða aðgangskort í líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, árskort að söfnum, leikhús, bíó, tónleika, skemmtigarða o.s.frv. Ef bókunarskilmálar söluaðila kveða á um að varan eða þjónustan sé óendurkræf (non-refundable) verður þú að reyna að leysa málið með söluaðila fyrst. Söluaðila ber að bjóða endurgreiðslu, inneign, inneignarnótu, breytingu á dagsetningu eða gildistíma eða annan sanngjarnan valkost sem samræmist kaupskilmálum í stað þeirrar þjónustu sem þú færð ekki. Geri söluaðili það ekki áttu endurkröfurétt, að því gefnu að skilyrði kortasamtakanna séu uppfyllt.  

 Ef endurgreiðsla berst ekki 15 dögum eftir að þú sendir beiðni til söluaðila getur þú gert athugasemd við færslu, svo framarlega sem bókunarskilmálar kveða á um rétt til afbókunar og endurgreiðslu.  

Kortatryggingar bæta yfirleitt ekki atburði, leikhús, tónleika eða skipulagðar ferðir.  

 

Aur er vörumerki Kviku banka hf.